Fyrir launagreiðendur

 Orlofs- og desemberuppbót

Um greiðslur í sjóði BHM

Síða fyrir launagreiðendur á vef BHM

Kjarasamningar og launatöflur SIGL-félaganna geta verið breytileg og geta félagsmenn fundið viðeigandi upplýsingar á heimasíðu þess félags sem þeir tilheyra.

Félag sjúkraþjálfara

Iðjuþjálfafélag Íslands

Félag geislafræðinga

Félag lífeindafræðinga

Félagsgjöld sem dregin eru mánaðarlega af launum félagsmanna og vinnuveitandi gerir skil á eru samsvarandi hjá félögunum fjórum þannig að hjá:

 • FS eru félagsgjöld 1,2% af heildarlaunum
 • IÞÍ eru félagsgjöld  1,3% af heildarlaunum
 • FG eru félagsgjöld 1,2% af heildarlaunum
 • FL eru félagsgjöld  1,2% af heildarlaunum

Mótframlagið er það sama hjá öllum þannig að vinnuveitandi greiðir:

 • í Orlofssjóð BHM 0.25% af heildarlaunum
 • í Starfsmenntunarsjóð BHM 0.22% af heildarlaunum
 • Í Vísindasjóð hvers félags 1,5% af heildarlaunum – aðeins hjá sveitarfélögum og valkvætt á almennum markaði.
 • Í Fjölskyldu- og styrktarsjóð 0,55% af heildarlaunum aðeins fyrir opinbera markaðinn
 • Í Sjúkrasjóð 1% af heildarlaunum – aðeins fyrir almenna markaðinn
 • Í Starfsþróunarsetur 0,70% af heildarlaunum
 Starfsendurhæfingarsjóður

Framlag í VIRK – starfsendurhæfingarsjóð var lækkað frá og með 1. janúar 2016 það er nú 0,1% af heildarlaunum og innheimtist af þeim lífeyrissjóði sem launþeginn greiðir í.

Hvernig á að ganga frá skilagreinum?

Á vef Bandalags háskólamanna er nú aðgengileg rafræn skilagrein.  Þar geta launagreiðendur eða verktakar sem greiða sjálfir gjöld sín fyllt inn allar upplýsingar og sent.

Þegar skilagrein hefur verið send stofnast krafa í heimabankanum í samræmi við hana á þá kennitölu sem skráð er fyrir launagreiðanda.

Skilagrein má líka senda rafrænt með XML í gegnum síðuna www.skilagrein.is  eða SAL færslu með tölvupósti á netfangið skbib@bhm.is hinsvegar. Ekki þarf að setja inn lykilorð þó beðið sé um það í sumum kerfum.

Heimilisfang fyrir skilagreinar sem berast í pósti:

 • Bandalag háskólamanna
 • Borgartúni 6,  v/BIB
 • 105 Reykjavík

Netfang fyrir skilagreinar: skbib@bhm.is – Fax. 595-5101

Allar greiðslur sem greiddar eru beint (ekki með kröfu í heimabanka) má greiða inn á reikning Bókunarmiðstöðvar BHM. Upplýsingar eru sem hér segir:

 • Bankaupplýsingar: 0336-26-050000
 • kennitala: 630387-2569
Hafa samband

Endilega sendu okkur fyrirspurnir og við munum svara um hæl til baka!

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search